Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Ölmu íbúðafélags hf. og Langasjávar ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 11/2021
  • Dagsetning: 6/4/2021
  • Fyrirtæki:
    • Langisjór ehf.
    • Alma íbúðafélag hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Fasteignasala
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Ölmu íbúðafélags hf. og Langasjávar ehf. Alma er félag sem starfar einkum við útleigu íbúðarhúsnæðis á almennum markaði. Langisjór er eignarhaldsfélag sem á hluti í félögum í ýmsum rekstri, t.a.m. á sviði byggingastarfsemi og matvælaframleiðslu.

    Skörun í starfsemi samrunaaðila er því takmörkuð og í kjölfar samrunans breytist hlutdeild þeirra á mörkuðum málsins lítið. Af þeim sökum var það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar.