Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Ísmar ehf. og Fálkans hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 10/2021
  • Dagsetning: 6/4/2021
  • Fyrirtæki:
    • Ísmar ehf.
    • Fálkinn hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Ísmar ehf. og Fálkans hf. Samkvæmt samrunaskrá sérhæfir Ísmar sig í sölu og þjónustu á tækjabúnaði til hvers konar landmælinga, vélstýringa og lasertækni. Hvað varðar starfsemi Fálkans segir í samrunaskrá að það sérhæfi sig í bíla- og vélarhlutum, véltæknivörum og raftæknivörum og rekur verslun og þjónustuverkstæði að Dalvegi 10-14 í Kópavogi.

    Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði þar af ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.