Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Lyfja og heilsu hf. á Garðs Apóteki ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 13/2021
  • Dagsetning: 28/4/2021
  • Fyrirtæki:
    • Lyf og heilsa ehf.
    • Garðs Apótek ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Lyfja og heilsu hf. (Lyf og heilsa) á Garðs Apóteki ehf. (Garðs Apótek). Samruninn var tilkynntur með svokallaðri lengri samrunaskrá þann 15. desember.

     

    Þann 20. janúar 2021 tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum að stofnunin teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans, sbr. 1. mgr. 17. gr. d samkeppnislaga.

     

    Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem staðbundin áhrif samrunans voru takmörkuð og ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.