Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Måsøval Eiendom AS og Ice Fish Farm AS

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 27/2021
  • Dagsetning: 28/6/2021
  • Fyrirtæki:
    • Måsøval Eiendom AS
    • Ice Fish Farm AS
  • Atvinnuvegir:
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið samþykkti samruna Måsøval Eiendom AS og Ice Fish Farm AS sem eru norsk félög sem starfa á sviði laxeldis. Bæði félög hafa yfirráð yfir íslenskum félögum sem stunda laxeldi á Austfjörðum.

    Við rannsókn samrunans kom í ljós að hlutdeild samrunaaðila í laxeldi á Íslandi er umtalsverð. Samkeppniseftirlitið taldi þó ekki tilefni til íhlutunar í samrunann, m.a. vegna alþjóðlegs eðlis sölu á eldislaxi, litlum líkum á takmörkun á samkeppni innanlands og sjónarmiða íslenskra stjórnvalda á sviði fiskeldis sem aflað var við rannsókn samrunans.