Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Stekks fjárfestingarfélags ehf. og Límtré Vírnets ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2022
  • Dagsetning: 25/2/2022
  • Fyrirtæki:
    • Stekkur fjárfestingarfélag ehf.
    • Límtré Virnet ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
    • Framleiðsla á byggingarefnum
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Stekks fjárfestingafélags ehf. og Límtré Vírnets ehf. Stekkur starfar á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis og markaði fyrir fjárfestingarstarfsemi. Límtré Vírnet starfar á undirmörkuðum byggingarvörumarkaðar, og þá helst í sölu og framleiðslu íhluta í byggingarlausnir. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn mundi ekki hafa þau áhrif að hann myndi eða styrki markaðsráðandi stöðu samrunaaðila á markaði málsins, eða raski samkeppni að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Var niðurstaða eftirlitsins sú að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.