Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Fagkaupa ehf. og ÍJ ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 11/2022
  • Dagsetning: 6/5/2022
  • Fyrirtæki:
    • Fagkaup ehf.
    • ÍJ ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Fagkaupa ehf. og ÍJ ehf. Starfsemi Fagkaupa felst í innflutningi, dreifingu og sölu á pípulagningavörum. Skipta má starfsemi Fagkaupa í fimm rekstrarsvið; Sindra og Sindra vinnuföt, Johan Rönning, S. Guðjónsson, Áltak og Vatn og veitur. ÍJ er félag sem tók að hluta til við rekstri verslunar Ísleifs Jónssonar þegar það félag lagði niður starfsemi. Aðalstarfsemi félagsins er sala á vörum til pípulagninga, dælum, salernum, blöndunartækjum, handlaugum, eldhúsvöskum, ofnum og tengdum vörum. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.