Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Sameiginlegt verkefni Origo hf. og Borealis Data Center ehf. um að veita háhraðatölvunarþjónustu (HPC)

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/2023
  • Dagsetning: 1/3/2023
  • Fyrirtæki:
    • Origo hf
    • Borealis Data Center ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til sameiginlegs verkefnis Origo hf. og Borealis Data Center ehf. um að veita háhraðatölvunarþjónustu (HPC). Origo hf. starfar á ýmsum sviðum upplýsingatækni og vörusölu á neytendamarkaði. Aðalstarfsemi félagsins felst í sölu neytendavöru, vélbúnaðar og tengdri þjónustu, þróun og sölu hugbúnaðar, ráðgjöf á sviði upplýsingatækni, sem og hýsingu, rekstri tölvukerfa og tengdri þjónustu. Starfsemi Borealis Data Center ehf. felst einkum í rekstri gagnavera og tengdri þjónustu. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni