Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi er varðar samkeppnislega mismunun í útboði á skólaakstri

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/1998
  • Dagsetning: 25/11/1998
  • Fyrirtæki:
    • Guðmundur Tyrfingsson ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst frá hópferðaleyfishafa sem taldi sig ekki sitja við sama borð og sérleyfishafar hvað varðaði endurgreiðslu á þungaskatti vegna skólaaksturs. Það var álit samkeppnisráðs að ákvæði í útboðsskilmálum um skólaakstur sem kváðu á um að flytja mætti aðra farþega en þá sem njóta ættu hins niðurgreidda skólaaksturs yllu því að ekki stæðu allir jafnir við gerð tilboða í skólaakstur. Í því máli sem sem var tilefni álitsins var um að ræða skólaakstur á leiðum sem tilteknir sérleyfishafar voru með sérleyfi á.

    Til að taka af allan vafa um jafna stöðu þeirra sem byðu í skólaakstur beindi samkeppnisráð þeim tilmælum til Ríkiskaupa að þau skilyrði yrðu sett í útboðslýsingu fyrir skólaakstur að ekki yrðu aðrir farþegar í för í þeim ferðum sem féllu undir skólaaksturinn en þeir sem útboðið tilgreindi.