Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Samtaka seljenda fjarskiptabúnaðar og fleiri aðila vegna reglugerðar um Póst- og símamálastofnun

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/1995
  • Dagsetning: 3/11/1995
  • Fyrirtæki:
    • Samtök seljenda fjarskiptabúnaðar
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Í fyrirspurn samtakanna var spurt um afstöðu Samkeppnisstofnunar til þeirrar verkaskiptingar sem ákveðin var í reglugerð nr. 98/1995 um Póst- og símamálastofnun(P&S), skipulag og verkefni, með tilliti til einkaréttarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi.

    Samkeppnisráð taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við það form sem var á aðskilnaði einkaréttarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi P&S. Hins vegar virtust vera atriði í samskiptum einkaréttar- og samkeppnissviða stofnunarinnar sem gætu valdið samkeppnislegri mismunun á markaðnum. Fælust þau einkum í upplýsingamiðlun einkaréttarsviðs til samkeppnissviðs og skorti á sambærilegri miðlun til einkafyrirtækja á sama markaði. Fleiri athugasemdir voru gerðar.