Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Skýrslur

Samkeppni á bankamarkaði

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/2011
  • Dagsetning: 15/4/2011
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur í dag gefið út umræðuskjal um samkeppni á bankamarkaði. Með því vill Samkeppniseftirlitið hvetja fjármálafyrirtæki og stjórnvöld til að gefa samkeppnismálum gaum við stefnumótun fjármálamarkaðarins og kynna sjónarmið sín um samruna banka.

    Eitt af því sem ráða mun úrslitum við endurreisn íslensks atvinnulífs er það hvernig fjármálastarfsemi verður háttað hér á landi. Virk samkeppni á fjármálamarkaði er sérstaklega mikilvæg fyrir bæði atvinnulífið og neytendur. Hún stuðlar m.a. að atvinnuuppbyggingu og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.

    Samkeppniseftirlitið telur að í stefnumótun fyrir fjármálamarkaðinn þurfi að koma í veg fyrir einsleitni í uppbyggingu og hugarfari og skapa jarðveg fyrir virkan markað og nýsköpun í greininni. Samkeppniseftirlitið geldur varhug við því að stærri viðskiptabankar kaupi eða yfirtaki smærri fjármálafyrirtæki og að hér myndist eða styrkist þægilegur markaður tveggja eða þriggja stærri banka sem búa ekki við hættu á utanaðkomandi samkeppni. Slík markaðsgerð er almenningi og viðskiptalífinu til tjóns.

    Umræðuskjal uppfært 13. septeber 2009, sjá frétt hér fyrir neðan.