Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra gegn Samkeppniseftirlitinu

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2006
  • Dagsetning: 18/4/2006
  • Fyrirtæki:
    • Samkeppniseftirlitið
    • Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Leigubílaþjónusta
  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2005, þar sem Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að frá og með 1. maí 2006 skyldi falla úr gildi hámarksökutaxti fyrir leigubifreiðar sem samþykktur hafði verið af eftirlitinu og gefinn út af Bandalagi íslenskra leigubifreiðarstjóra. Var talið að samræmdir taxtar, sem kveða á um hámark endurgjalds fyrir leiguakstur bifreiða, færu gegn meginmarkmiðum samkeppnislaga. Ákvarðanir um almenna hámarkstaxta, sem ættu að gilda á tilteknum markaðssvæðum, samrýmdust ekki bannreglum 10. og 12. gr. samkeppnislaga, sökum þess að þær fælu í sér samstilltar aðgerðir, sem augljóslega gætu raskað samkeppni.

Staða máls

Ákvörðun