9.6.2011

Samkeppnin eftir hrun – frá ráðstefnu Samkeppniseftirlitsins

Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrunSamkeppniseftirlitið stóð í morgun fyrir ráðstefnu þar sem nýútkomin skýrsla þess um samkeppnina eftir hrun var kynnt.  Á fundinum kynntu skýrsluna þau Benedikt Árnason, hagfræðingur, Sonja Bjarnardóttir lögfræðingur og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri. Einnig fluttu erindi þau Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.

Ráðstefnan var haldin á Hótel Hilton Nordica og mættu á þriðja hundrað manns frá fjölmörgum úr ýmsum sviðum atvinnulífsins og stjórnsýslunnar. Samkeppniseftirlitið þakkar ræðumönnum og öllum gestum fyrir þátttökuna í ráðstefnunni og vonar að umræðan og aðgerðir um samkeppnismál fyrirtækja í og eftir hrun haldist á lofti.

Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun   Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun   Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun

Úr skýrslunni:

„Vandi atvinnulífsins felst í of hægu ferli fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja, óánægju með framkvæmd hennar og skorti á trausti og gagnsæi.  Þá er fjárhagsstaða margra fyrirtækja sem lokið hafa fjárhagslegri endurskipulagningu slæm.„

Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun   Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun   Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun

Úr ræðu Páls Gunnars Pálssonar:

Það blasir hins vegar við að það eru hvatar í kerfinu sem toga í ranga átt og tefja ferlið. Þeir tefja endurreisn atvinnulífsins. Þessir röngu hvatar eru ekki á ábyrgð einhverra tiltekinna banka, stjórnvalda eða einstaklinga, heldur eru þeir kerfislægir. Til þess að sporna við þeim verðum við að þekkja þá og leita lausna.“

Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun   Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun   Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun   Ráðstefnan Samkeppnin eftir hrun

Glærukynning Samkeppniseftirlitsins

Ræða Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins

Fréttatilkynning Samkeppniseftirlitsins um skýrsluna

Skýrslan Samkeppnin eftir hrun (2,71 Mb skrá)