Fréttayfirlit: 2024

Fyrirsagnalisti

23.4.2024 : Samruni Regins og Eikar – sáttaviðræður, ósk um sjónarmið

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til rannsóknar yfirtöku Regins hf. á Eik fasteignafélagi hf. Öllum hagaðilum er hér með gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum um sáttatillögur Regins hf. Samkeppniseftirlitið vísar sérstaklega til umfjöllunar í samantektinni um tillögur félagsins að aðgerðum til að eyða neikvæðum áhrifum samrunans á samkeppni.

8.4.2024 : Samkeppniseftirlitið lýkur athugun á háttsemi Ísteka á blóðtökumarkaði

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt álit nr. 1/2024, Athugun Samkeppniseftirlitsins á háttsemi Ísteka ehf. á blóðtökumarkaði, þar sem athygli matvælaráðuneytisins er vakin á álitaefnum í starfsemi sem tengist blóðtöku úr hryssum og tilmælum beint til ráðuneytisins sem nýst geta stjórnvöldum á þessu sviði. 

27.3.2024 : Framlengdur umsagnarfrestur - kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja

Með frétt þann 28. febrúar sl. veitti Samkeppniseftirlitið hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefði færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum vegna kaupa Síldarvinnslunnar á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja.

28.2.2024 : Umsagnarferli – þrír nýir samrunar

Samkeppniseftirlitinu hefur nýverið borist tilkynningar um þrjá nýja samruna sem eru nú til rannsóknar hjá eftirlitinu. 

28.2.2024 : Umsagnarferli - kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í Ice Fresh Seafood af Samherja

Samkeppniseftirlitið veitir hér með hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefur færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum um viðskiptin, svo sem um eignar- og stjórnunarleg tengsl þessara fyrirtækja, hvort líta megi á þau sem eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislag, áhrif samrunans, stöðu markaða og virkni samkeppni á viðkomandi mörkuðum. 

16.2.2024 : Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms í máli er varðar háttsemi Símans

Með dómi Landsréttar uppkveðnum í dag var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem Síminn var sektaður fyrir að brjóta gegn sátt sem fyrirtækið hafði gert við Samkeppniseftirlitið. 

15.2.2024 : Samkeppniseftirlitið hefur rannsókn á samningsákvæðum Landsvirkjunar

Samkeppnieftirlitið hefur hafið formlega rannsókn gagnvart Landsvirkjun, þar sem til skoðunar er hvort tiltekin ákvæði í samningum félagsins við stórnotendur standist ákvæði samkeppnislaga og samkeppnisreglur EES-samningsins. Um er að ræða ákvæði í samningum Landsvirkjunar við stórnotendur sem kveða á um að þeim sé ekki heimilt að selja frá sér ónýtta raforku aftur inn á kerfið. 

1.2.2024 : Skilyrði vegna samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða endurskoðuð

Með ákvörðun nr. 1/2024 eru endurskoðuð skilyrði sem sett voru við samruna Ferðaskrifstofu Íslands ehf. og Heimsferða ehf., sbr. ákvörðun nr. 10/2022, Kaup Ferðaskrifstofu Íslands ehf. á rekstri Heimsferða ehf.

30.1.2024 : Heildsala og dreifing Símans hf. á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun nr. 2/2024 um heildsölu og dreifingu Símans hf. á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu

30.1.2024 : Samkeppni stuðlar að bættum kjörum launafólks

Ný skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna skýrir hvernig samráð á meðal fyrirtækja um að keppa ekki um starfsfólk rýrir kjör þess sem og neytenda

12.1.2024 : Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála um kröfu Samskipa um frestun réttaráhrifa vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um brot fyrirtækisins

  • Áfrýjunarnefndin frestar réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu stjórnvaldssekta, á meðan málið er til meðferðar fyrir nefndinni
  • Áfrýjunarnefndin hafnar kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni

 

2.1.2024 : Samkeppniseftirlitið birtir greiningu á reiknuðum ábata vegna íhlutunar eftirlitsins

Síðustu misseri hefur Samkeppniseftirlitið greint reiknaðan ábata vegna íhlutunar eftirlitsins á sjálfstæðan hátt, en Ríkisendurskoðun hefur m.a. lagt áherslu á að slíkt mat fari fram. Samkeppniseftirlitið hefur birt rit nr. 4/2023, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, 2013-2022, þar sem heildarniðurstöður greiningarinnar eru birtar í fyrsta skipti. Áætlað er að Samkeppniseftirlitið muni gefa út skýrslu á hverju ári héðan í frá þar sem reiknaður ábati er birtur, og er þessi skýrsla sú fyrsta af þeim.