Fréttayfirlit: 2020

Fyrirsagnalisti

23.12.2020 : Stór hluti íslenskra stjórnenda telur sig verða varan við samkeppnislagabrot– viðhorfskönnun Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið hefur birt skýrslu nr. 3/2020 , Þekking og viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til samkeppnismála. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður könnunar um viðhorf stjórnenda fyrirtækja til samkeppnismála.

23.12.2020 : Leiðbeiningar um undantekningar frá banni við samráði

Samkeppniseftirlitið birtir í dag leiðbeiningar um beitingu 15. gr. samkeppnislaga um undantekningar frá banni við samráði fyrirtækja.

21.12.2020 : Storytel AB dregur til baka samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á 70% hlut í Forlaginu

Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til rannsóknar fyrirhuguð kaup Storytel AB á 70% hlutafjár Forlagsins, en samrunaaðilar tilkynntu eftirlitinu um samrunann lögum samkvæmt.

21.12.2020 : Aðgerðir sem miða að virkari samkeppni á eldsneytismarkaði

Samkeppniseftirlitið hefur birt skýrslu nr. 2/2020 , Breytingar á eldsneytismarkaði – úrlausn samkeppnishindrana sem bent var á í markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins.

14.12.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um nýjar samrunareglur

Þann 11. desember sl. hélt Samkeppniseftirlitið opinn umræðufund um drög eftirlitsins að endurskoðuðum reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

14.12.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um drög að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

Þann 30. nóvember sl. hélt Samkeppniseftirlitið opinn umræðufund um drög eftirlitsins að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

7.12.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um nýjar samrunareglur

Samkeppniseftirlitið boðar til opins umræðufundar föstudaginn 11. desember nk. um drög eftirlitsins að nýjum reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum sem munu taka við af gildandi reglum nr. 684/2008, með síðari breytingum.

26.11.2020 : Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um drög að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

Samkeppniseftirlitið boðar til opins umræðufundar mánudaginn 30. nóvember nk. um drög eftirlitsins að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

24.11.2020 : Nýjar reglur um meðferð samrunamála

Samkeppniseftirlitið birtir nú til umsagnar endurskoðaðar reglur um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

18.11.2020 : Leiðbeiningar um undantekningar frá banni við samráði - Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða

Samkeppniseftirlitið birtir nú til umsagnar drög að leiðbeiningum um undantekningar samkvæmt 15. gr. samkeppnislaga, frá banni við samráði (10. gr.) og samkeppnishömlum (12. gr.).

10.11.2020 : Samkeppnismat OECD: 438 tillögur til að efla samkeppni í ferðaþjónustu og byggingariðnaði

Í dag voru kynntar niðurstöður ítarlegrar greiningarvinnu þar sem Samkeppniseftirlitið, stjórnvöld og hagsmunaaðilar hafa, undir verkstjórn OECD, komið auga á samkeppnishindranir í ferðaþjónustu og byggingariðnaði.

30.10.2020 : Símanum gert að greiða bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Símann hf. til að greiða 111 milljónir króna í skaðabætur, auk kostnaðar, til fyrirtækjanna Tölvunar ehf., Snerpu ehf. og Hringiðjunnar ehf.

29.10.2020 : Samkeppniseftirlitið tekur þátt í pallborðsumræðum um CAP viðmiðin

Í síðustu viku tók Samkeppniseftirlitið þátt í pallborðsumræðum á viðburði sem haldinn var rafrænt á vegum International Competition Network.

14.10.2020 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna fyrirhugaðs samruna Norðlenska matborðsins ehf., Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf.

Samkeppniseftirlitið leitar umsagnar og upplýsinga frá hagsmunaaðilum. Aðgangur gefinn að samrunaskrá, án trúnaðarupplýsinga.

13.10.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Samhentra Kassagerðar hf. á hluta af rekstri Kassagerðar Reykjavíkur ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun um að aðhafast ekki vegna samruna Samhentra Kassagerðar hf. og Kassagerðar Reykjavíkur ehf.

2.10.2020 : Kæru Pennans ehf. vísað frá

þann 13. ágúst sl. kærði Penninn ehf. bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 16. júlí 2020 um sennilega misnotkun Pennans á markaðsráðandi stöð. Með úrskurði sínum nr. 2/2020, frá 22. september sl., vísaði áfrýjunarnefnd samkeppnismála kæru Pennans ehf. frá.

28.9.2020 : Sameiginleg yfirlýsing norrænu samkeppniseftirlitanna um stafræna markaði og þróun evrópskrar samkeppnislöggjafar

Norrænu samkeppniseftirlitin hafa í dag birt sameiginlega yfirlýsingu um sýn þeirra á samkeppni, samkeppniseftirlit og þróun regluverks á tímum stafrænna markaða (e. digital markets). 

25.9.2020 : Landsréttur hafnar kröfum Símans vegna samstarfs Sýnar og Nova í Sendafélaginu

Á árinu 2015 heimilaði Samkeppniseftirlitið Vodafone (nú Sýn) og Nova að hafa með sér tiltekið samstarf um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu, sbr. ákvörðun nr. 14/2015. Síminn vildi ekki una samstarfinu, einkum að því er varðaði samnýtingu tíðniheimilda sem af því leiddi.

1.9.2020 : Umsögn Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndar vegna ríkisaðstoðar við Icelandair

Samkeppniseftirlitið hefur sent fjárlaganefnd umsögn sína vegna frumvarpa er varða fyrirhugaða ríkisaðstoð við Icelandair

26.8.2020 : Samkeppniseftirlitið ógildir samruna Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. og Íslenskrar myndgreiningar ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur í dag ógilt samruna sem áformaður var með kaupum nýstofnaðs félags Myndgreiningar ehf. á Læknisfræðilegri myndgreiningu ehf. og Íslenskri myndgreiningu ehf.

Síða 1 af 3