13.10.2021

Ársþing ICN sett í Búdapest á tuttugu ára afmælisári samtakanna

  • Budapest-ICN-radstefna

Ársþing Alþjóðasamtaka samkeppniseftirlita, eða ICN (International Competition Network), var sett í Búdapest í Ungverjalandi í dag. Ráðstefnan stendur fram á föstudag og verður með rafrænu sniði þetta árið.

ICN fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu en samtökin voru stofnuð á fundi í New York í Bandaríkjunum í október 2001 með það fyrir augum að efla tengsl samkeppnisyfirvalda innbyrðis og þannig auka þekkingu þeirra sem starfa við rekstur samkeppnismála. Stofnfundinn sátu fulltrúar 14 samkeppniseftirlita en í dag telja samtökin rúmlega 140 eftirlitsstofnanir frá öllum heimshornum.

https://www.youtube.com/watch?v=JcPaUVYeuXE

Að venju er um lokuð fundahöld að ræða en á föstudaginn tekur fulltrúi Samkeppniseftirlitsins, Guðmundur Haukur Guðmundsson, þátt í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá Bandaríkjunum og Ekvador. Umræðuefnið verður ávinningur af alþjóðlegu samstarfi í gegnum ICN.

Hér má kynna sér dagskrá ársþingsins og annað sem við kemur ráðstefnunni.