Fréttir

Húsleit hjá Eimskipafélagi Íslands hf., Samskipum hf. og tilteknum dótturfélögum

10.9.2013

Í tilefni af fréttaumfjöllun vill Samkeppniseftirlitið taka fram að það hefur í dag framkvæmt húsleit hjá Eimskipafélagi Íslands hf., Samskipum hf. og tilteknum dótturfélögum þessara fyrirtækja. Aðgerðirnar eru liður í rannsókn sem ætlað er að varpa ljósi á hvort vísbendingar um ólögmætt samráð fyrirtækjanna og hugsanlega misnotkun á markaðsráðandi stöðu eigi við rök að styðjast. Til húsleitanna var aflað úrskurða frá héraðsdómi Reykjavíkur. Á þessu stigi gefur Samkeppniseftirlitið ekki frekari upplýsingar um rannsóknina.

Senda

Útgefið efni


Tungumál
Áskrift

Póstlisti Samkeppniseftirlitsins