3.7.2014

Uppfærð tímaáætlun fyrir markaðsrannsókn á íslenska eldsneytismarkaðnum

Bensíni dælt á bílÍ júní 2013 hóf Samkeppniseftirlitið markaðsrannsókn á íslenska eldsneytismarkaðnum en rannsóknin felur í sér athugun á því hvort grípa þurfi til aðgerða gegna aðstæðum eða háttsemi sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns. Í tengslum við rannsóknina gaf Samkeppniseftirlitið út rannsóknaráætlun þar sem fram komu áform um tilhögun og afmörkun rannsóknarinnar. Í henni kom fram að á fyrri hluta árs 2014 gerði Samkeppniseftirlitið ráð fyrir því að  upplýsingaöflun og mati eftirlitsins á gögnum yrði lokið og birt yrði svokölluð frummatsskýrsla.

Vegna umfangsmeiri upplýsingaöflunar en upphaflega var áætlað, auk annarra atvika, er fyrirsjáanlegt að tafir verða á upphaflegri áætlun og því hefur Samkeppniseftirlitið gefið út uppfærða tímaáætlun í samræmi við e-lið 4. gr. reglna nr. 490/2013. Samkvæmt uppfærðri tímaáætlun er gert ráð fyrir að í lok árs 2014 verði upplýsingaöflun og mat eftirlitsins á gögnum lokið og á fyrri hluta ársins 2015 verði birt svokölluð frummatsskýrsla. Í henni verða tekin saman drög að niðurstöðu markaðsrannsóknar. Telji Samkeppniseftirlitinu nauðsynlegt að beita heimildum sínum skv. 16. gr. samkeppnislaga verður slíkt gert með útgáfu sérstaks andmælaskjals, sbr. III. og IV. kafla fyrrgreindra reglna nr. 490/2013.