20.5.2010

Yfirtaka banka á atvinnufyrirtækjum - Morgunfundur Samkeppniseftirlitsins

MorgunfundurSE_Yfirtaka_banka

Samkeppniseftirlitið hélt í dag opinn fund um yfirtöku banka á atvinnufyrirtækjum og áhrif þess á samkeppni og endurreisn atvinnulífsins.

Rúmlega 160 manns frá fjölmörgum sviðum atvinnulífsins sóttu fundinn.

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra ávarpaði fundinn. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins lýsti viðbrögðum eftirlitsins við yfirtökum banka á atvinnufyrirtækjum, þ. á m. leikreglum sem bönkunum hafa verið settar vegna yfirtöku þeirra á nokkrum fyrirtækjum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.

Loks lýstu fjórir ræðumenn sínum sjónarmiðum sínum.  Þetta voru þau Vilmundur Jósefsson, forstjóri Gæðafæðis og formaður Samtaka atvinnulífsins, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri NASDAQ OMX Iceland, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.  Fundarstjóri var Rögnvaldur J. Sæmundsson, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins.

Hjálögð er ræða Páls Gunnars Pálssonar og glærur Páls Harðarsonar og Birnu Einarsdóttur.

Ræða Páls Gunnars Pálssonar
Glærur Páls Harðarsonar
Glærur Birnu Einarsdóttur

Gagnlegar upplýsingar:
Umræðuskjal um banka og endurskipulagningu fyrirtækja
Samkeppniseftirlitið setur bönkum skilyrði vegna yfirtöku á fyrirtækjum