29.10.2020

Samkeppniseftirlitið tekur þátt í pallborðsumræðum um CAP viðmiðin

 

Icn2020fallwebinarÍ síðustu viku tók Samkeppniseftirlitið þátt í pallborðsumræðum á viðburði sem haldinn var rafrænt á vegum International Competition Network. Viðburðurinn var vel sóttur en um 110 þátttakendur víðsvegar úr heiminum fylgdust með honum rafrænt.

Umræðuefnið á fundinum voru hin svokölluðu CAP viðmið, sem Samkeppniseftirlitið er stofnaðili að. Markmið þeirra er m.a. að tryggja vandaðar rannsóknir, en málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins uppfyllir þessi viðmið.

Á fundinum tók Samkeppniseftirlitið þátt í pallborðsumræðum, ásamt samkeppnisyfirvöldum frá Japan, Kanada, Mexikó og Kenía. Á fundinum gafst tækifæri til að ræða reynslu samkeppnisyfirvalda á beitingu CAP viðmiðanna, og hvernig þau hafa nýst hingað til. Jafnframt var rætt um framtíðar möguleika sem gætu falist í frekari þróun á vettvangi ICN.

Samkeppniseftirlitið leggur sig fram við að vera þátttakandi í umræðum um samkeppnismál á alþjóðavettvangi, og er stoltur stofnaðili að CAP viðmiðunum. Í ljósi nýlegra breytinga á samkeppnislögum mun Samkeppniseftirlitið á næstu misserum uppfæra CAP viðmiðin sín, og verða þau aðgengileg bæði á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins og á vefsíðu ICN.


Lesa um ráðstefnuna
Lesa um CAP viðmiðin
Lesa um ICN