5.7.2019

Virkari samkeppni heima leiðir til meiri samkeppnishæfni út á við

Norrænu samkeppniseftirlitin hafa kynnt þá sameiginlegu afstöðu sína að festa í úrlausn samrunamála, í samræmi við núgildandi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu, sé besta leiðin til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og evrópskra fyrirtækja gagnvart alþjóðlegum.

Sjá nánar sameiginlega yfirlýsingu norrænu eftirlitanna hér.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur einnig ritað pistil um málefnið, sem nálgast má hér.