4.12.2015

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Skinneyjar-Þingness hf. og Auðbjargar ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Skinneyjar-Þinganess hf. og Auðbjargar ehf. Um er að ræða fyrirtæki sem starfa bæði við útgerð, vinnslu og sölu á sjávarafla. Við skoðun samrunans kom í ljós að hlutdeild samrunaaðila í öllum tegundum nema humar var lægri en 20% af úthlutuðum aflaheimildum. Samkeppniseftirlitið aflaði því ítarlegri upplýsinga um markaðinn fyrir veiðar, vinnslu og sölu á humarafla. Rannsókn eftirlitsins leiddi engar vísbendingar í ljós um að samruninn væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum voru ekki forsendur til íhlutunar í málinu. Nánar er hægt að kynna sér niðurstöðu málsins í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 32/2015, Samruni Skinneyjar–Þinganess hf. og Auðbjargar ehf.