15.12.2000

Fyrirhugaður samruni Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.

Á fundi sínum hinn 15. desember afgreiddi samkeppnisráð beiðni bankaráða Landsbankans og Búnaðarbankans um álit á því, hvort fyrirhugaður samruni bankanna bryti gegn ákvæðum 18. greinar samkeppnislaga. Niðurstaða samkeppnisráðs er sú, að samruninn muni leiða til markaðsráðandi stöðu sameinaðs banka, ýmist eins og sér eða sameiginlega með Íslandsbanka-FBA, skaða samkeppni og verða til tjóns fyrir neytendur.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).