Samkeppni Logo

Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum

31. október 2025

Breytingar á eldsneytismarkaði – skýrsla nr. 2/2020

Samkeppniseftirlitið hefur birt skýrslu nr. 2/2020 , Breytingar á eldsneytismarkaði – úrlausn samkeppnishindrana sem bent var á í markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins. Í skýrslunni eru rifjaðar upp samkeppnishömlur sem fjallað var um í frummatsskýrslu vegna markaðsrannsóknar eftirlitsins sem birt var í lok árs 2015 (2/2015) , og gerð grein fyrir breytingum sem orðið hafa í framhaldi eða í tengslum við þá rannsókn.

Frá því að Samkeppniseftirlitið kynnti frummat sitt og benti á leiðir til úrbóta, hefur eftirlitið beint fjórum álitum til stjórnvalda þar sem mælst er til aðgerða til að ráða bót á aðstæðum sem skaðlegar eru samkeppni. Jafnframt hafa fyrirtæki á markaðnum gripið til og skuldbundið sig til breytinga í tengslum við síðari stjórnsýslumál, í samræmi við frummat eftirlitsins í þeim málum, sem miða að því að greiða fyrir samkeppni. Í þessu sambandi má nefna eftirfarandi álit, ákvarðanir og sáttir:

  1. Álit nr. 1/2017 og 2/2017 – Samkeppnishömlur á eldsneytismarkaði, þar sem því var beint til umhverfis- og auðlindaráðherra og Reykjavíkurborgar að bæta umgjörð skipulags og lóðaúthlutunar. Ekki hefur verið brugðist við tilmælunum.
  2. Álit nr. 3/2017 og 4/2017 – Samkeppnishömlur á eldsneytismarkaði, þar sem því var beint til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Flutningajöfnunarsjóðs að gera breytingar á umgjörð sjóðsins. Brugðist var við tilmælunum.
  3. Ákvörðun nr. 8/2019, Samruni N1 hf. og Festi hf, þar sem samrunaaðilar skuldbundu sig m.a. til sölu á eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og vörmerkis Dælunnar til nýs aðila og breytinga á umgjörð birgðahalds og dreifingar á eldsneyti, en hvoru tveggja er til þess fallið að efla samkeppni.
  4. Ákvörðun nr. 9/2019, Samruni Haga hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og DGV ehf., þar sem samrunaaðilar skuldbundu sig m.a. til sölu á eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu til nýs aðila og breytinga á umgjörð birgðahalds og dreifingar á eldsneyti.
  5. Sátt Olíudreifingar (ODR) við Samkeppniseftirlitið um aukið aðgengi endurseljenda að eldsneyti í heildsölu og aukið aðgengi að þjónustu Olíudreifingar ehf. Sáttin var gerð í tengslum við úrlausn skv. c- og d-lið hér að framan.
  6. Ákvörðun nr. 39/2020, Bættar samkeppnisaðstæður við sölu flugvélaeldsneytis á flugvöllum innanlands, en með sátt vegna málsins er tryggður jafn og hlutlægur aðgangur til sölu eldsneytis á innanlandsflugvöllum.

Þá hefur verið gengið úr skugga um jafnan og hlutlægan aðgang að aðstöðu Icelandic Tank Storage ehf. í Helguvík, við sölu á flugvélaeldsneyti. Nánar er fjallað um þessar úrlausnir í skýrslunni.

Með hliðsjón af framangreindu hafa orðið talsverðar breytingar á eldsneytismarkaði frá því að markaðsrannsóknin var framkvæmd. Eru þessar breytingar til þess fallnar að greiða fyrir samkeppni á markaðnum, þótt ekki sé á þessu stigi komið í ljós hver endanleg áhrif þeirra verða. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru þessar umbætur til þess fallnar að greiða fyrir framþróun orkumarkaða og skapa skilvirkari umgjörð fyrir þau orkuskipti sem framundan eru. Á því sviði eru ýmsar áskoranir sem Samkeppniseftirlitið er að huga að.

Við framkvæmd markaðsrannsóknarinnar reyndist ekki nauðsynlegt að beita íhlutun skv. c-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga, sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að grípa til íhlutunar vegna samkeppnishindrandi aðstæðna, þótt þær verði ekki raktar til brota á samkeppnislögum. Jákvætt er að breytingar hafa orðið á markaðinum án þess að grípa hafi þurft til þeirrar heimildar

Myndbönd og viðtöl við erlenda sérfræðinga og innlenda hagsmunaaðila

Myndband – Fundurinn í heild sinni

Myndband – Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Samkeppniseftirlitisns –

Myndbönd – Frosti Ólafsson, Hermann Guðmundsson, Jóhannes Gunnarsson, Tryggvi Axelsson

Hér svara Frosti Ólafsson (framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs), Hermann Guðmundsson (framkvæmdastjóri KEMI), Jóhannes Gunnarsson (formaður Neytendasamtakanna) og Tryggvi Axelsson (forstjóri Neytendastofu) eftirfarandi spurningum

  • Hvers vegna er bifreiðaeldsneytisverð hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar?
  • Er horft nægilega mikið til samkeppnissjónarmiða við skipulagsgerð sveitarfélaga? 
  • Hvernig er hægt að auka samkeppni á eldsneytismarkaðnum? 

Myndband – Helstu niðurstöður frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn.

Myndband – Samantekt á sjónarmiðum hagsmunaaðila um aðgangshindranir og samhæfða hegðun á eldsneytismarkaðnum.

Myndband –  Samantekt á sjónarmiðum hagsmunaaðila um verðsamanburð, álagningu, arðsemi og mögulegar úrbætur á eldsneytismarkaðnum.

Myndband –  Samantekt viðtala sem Samkeppniseftirlitið tók við forstjóra þýska samkeppniseftirlitsins, forsvarsmenn breska og portúgalska eftirlitsins og Severin Borenstein, prófessor í hagfræði við Berkley háskóla.

Myndband – Pallborð I

Myndband – Pallborð II

Myndband – Lokaorð Páls Gunnars Pálssonar

Opinn fundur

Dagskrá

Fundurinn í heild sinni – Myndband

Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Samkeppniseftirlitisns – Myndband

Time Event
9:00 – 9:20 

Samkeppni á erlendum eldsneytismörkuðum Myndband

Birt verða viðtöl Samkeppniseftirlitsins við eftirfarandi aðila:

Andreas Mundt, forstjóri þýska samkeppniseftirlitsins og formaður stýrihóps
Alþjóðasamtaka samkeppnisyfirvalda (ICN)

Severin Borenstein, prófessor í hagfræði við Berkeley háskóla og formaður nefndar
sem veitir stjórnvöldum í Kaliforníu ráðgjöf um samkeppni á eldsneytismarkaðnum

João E. Gata, sérfræðingur hjá portúgalska samkeppniseftirlitinu

Jon Riley, verkefnastjóri hjá breskum samkeppnisyfirvöldum (CMA)

9:20 – 9:30  Helstu niðurstöður frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins – Myndband
PALLBORÐ IMyndband
Eru samkeppnishamlandi aðgangshindranir fyrir hendi og ríkir samhæfð hegðun milli olíufélaganna í sölu bifreiðaeldsneytis?
 9:30 – 10:30

Þátttakendur: – Myndband

Jón Björnsson, forstjóri Festi
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

10:30 – 10:50  Hlé
PALLBORÐ II – Myndband
Hvaða viðmið á að nota þegar samkeppni á íslenska eldsneytismarkaðnum er metin og er hægt að auka samkeppni á honum?
 10:50 – 11:50

Þátttakendur: – Myndband

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB
Lúðvík Bergvinsson, lögmaður
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

11:50 – 12:00   Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins  – Myndband

Vinsamlegast skráið ykkur á ráðstefnuna með því að senda póst á samkeppni@samkeppni.is

Hægt er að taka þátt í undirbúningi fundarins með því að senda inn spurningar sem nýst geta í pallborði. Óskast þær sendar á samkeppni@samkeppni.is

(Sett á vef 12.09.2016)

Hér svara Frosti Ólafsson (framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs), Hermann Guðmundsson (framkvæmdastjóri KEMI), Jóhannes Gunnarsson (formaður Neytendasamtakanna) og Tryggvi Axelsson (forstjóri Neytendastofu) eftirfarandi spurningum:

  • Hvers vegna er bifreiðaeldsneytisverð hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar?
  • Er horft nægilega mikið til samkeppnissjónarmiða við skipulagsgerð sveitarfélaga?
  • Hvernig er hægt að auka samkeppni á eldsneytismarkaðnum? 

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs 

Hermann Guðmundsson, forstjóri KEMI 

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu

Hér að neðan má finna skjöl og aðrar upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur birt í tengslum við rannsóknina.

Almennar upplýsingar um markaðsrannsóknir

Rannsóknaráætlun

Frummatsskýrslan

Sjónarmið sem borist hafa vegna frummatsskýrslu

Þátttaka í opinberri umræðu

Hringbraut: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins – Milljarðatjón neytenda vegna samhæfingar olíufélaganna? (11.12.2015)

Spegillinn RÁS 1: Verðstýring afarkostur dugi aðgerðir ekki. (01.12.2015)

Fréttastofa RÚV: Eldsneytisverð skipti neytendur miklu máli. (30.11.2015)

Samfélagið RÁS 1: Samhæfing olíufélaganna ekki endilega lögbrot. (30.11.2015)

Bylgjan – Reykjavík síðdegis: Ekki sönnun þess að einhver hafi brotið af sér. (30.11.2015)

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.