Senda ábendingu um samkeppnislagabrot

Ef þú veist eða hefur grun um að verið sé að brjóta samkeppnislög geturðu nýtt þér eyðublaðið hér að neðan til að senda inn ábendingu til Samkeppniseftirlitsins, nafnlaust eða undir nafni. Við förum yfir allar ábendingar og könnum hvort ástæða sé til afskipta að hálfu Samkeppniseftirlitsins vegna meints brots. 

Samkeppnislög banna hvers konar samkeppnishamlandi samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot á samkeppnislögum geta verið framin í leynd og valdið almenningi og atvinnulífinu miklu tjóni. Það er því mjög brýnt fyrir Samkeppniseftirlitið að fá upplýsingar um það þegar fyrirtæki hafa með sér ólögmætt samráð um t.d. verð eða skipta með sér mörkuðum. Einnig er mikilvægt að upplýsa Samkeppniseftirlitið þegar markaðsráðandi fyrirtæki misnota stöðu sína.

Hér geturðu komið upplýsingum á framfæri við Samkeppniseftirlitið þegar þú telur þig vita eða þig grunar að beitt sé ólögmætum aðgerðum í samkeppni fyrirtækja.

Settu þig í samband við Samkeppniseftirlitið vitir þú eða ef þig grunar að keppinautar eða önnur fyrirtæki hafi haft samráð eða á einhvern hátt haft samvinnu t.d.:

  • um verð eða verðlag, álagningu, afslætti eða önnur viðskiptakjör
  • um takmörkun á framleiðslu
  • við tilboðsgerð þegar verkefni, vörukaup eða framboð á þjónustu hefur verið boðið út
  • um að skipta með sér mörkuðum, eftir t.d. viðskiptavinum eða landsvæðum
  • um bindandi endursöluverð á vöru eða þjónustu

Settu þig í samband við Samkeppniseftirlitið teljir þú þig vita eða gruni þig að markaðsráðandi fyrirtæki hafi gert samning eða samninga við önnur fyrirtæki um einkasölu eða einkakaup á vöru eða þjónustu, bjóði tryggðarafslætti, selji vöru á óeðlilega lágu verði, hafi neitað að selja vöru eða þjónustu eða á annan hátt reynt að viðhalda eða efla markaðsstöðu sína með óeðlilegum hætti og torvelda samkeppni keppinauta sinna.


Til að fyrirbyggja ruslpóst: