Samkeppnisreglur EES svæðiðsins

EES svæðiðÁkvæði um samkeppnismál eru veigamikill hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn), en þau er að finna í meginmáli samningsins, bókunum og viðaukum við hann. Öll lönd Evrópusambandsins auk Noregs, Islands og Liechtenstein eru aðilar samningsins og var hann lögfestur hér á landi með lögum nr. 2/1993. Markmið samkeppnisreglna samningsins er að skapa einsleitt og öflugt samkeppnisumhverfi á EES-svæðinu. Helstu efnisreglur samningsins um samkeppnismál er að finna í 53. gr., sem bannar samráð fyrirtækja, 54. gr., sem bannar misnotkun fyrirtækis á markaðsráðandi stöðu og 57. gr., sem fjallar um samruna fyrirtækja.

Samkeppnisreglum EES-samningsins er aðeins beitt þegar samningar og ákvarðanir fyrirtækja á EES-svæðinu geta haft bein eða óbein áhrif á viðskipti á svæðinu. Samkeppnisreglur EES-samningsins gilda samhliða hinum íslensku samkeppnislögum nr. 44/2005. Samkeppnisreglum samningsins er beitt af Eftirlitsstofnun EFTA (e. EFTA Surveillance Authority, skammstafað ESA), framkvæmdastjórn EB (e. The Commission of the European Communities) og Samkeppniseftirlitinu. Skipting mála milli ESA og framkvæmdastjórnarinnar er á grundvelli 56. gr. og 57. gr. EES-samningsins. Samkeppniseftirlitinu ber á grundvelli samkeppnislaga að beita 53. og 54. gr. samningsins hafi samningar fyrirtækja áhrif á svæðinu, sbr. nánar VII. kafla samkeppnislaga. Nánari upplýsingar um samkeppnisreglur EES samningsins er að finna hér. Kvartanir og ábendingar vegna brota á samkeppnisreglum EES-samningsins er unnt að beina til ESA eða til Samkeppniseftirlitsins.