Markaðsyfirráð


Aðgangshindranir

Sennileg misnotkun Pennans ehf. á markaðsráðandi stöðu

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða í tilefni af þeirri ráðstöfun Pennans ehf. (Penninn) að taka úr sölu bækur Uglu útgáfu ehf. (Ugla) í verslunum sínum. Telur eftirlitið sennilegt að með því að senda til baka m.a. söluhæstu bækur Uglu í maí sl. og í framhaldi synja um viðskipti við útgáfuna hafi Penninn misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði fyrir bækur.

Í bráðabirgðaákvörðuninni er þeim fyrirmælum beint til Pennans að taka bækur Uglu aftur til sölu í verslunum sínum og hafa þær aðgengilegar í sölukerfum og á vefsíðu. Þá er mælt fyrir um að hvers konar ákvarðanir Pennans um að synja bókaútgefendum um viðskipti skuli byggja á málefnalegum forsendum sem skráðar séu í verklagsreglum og aðgengilegar viðkomandi bókaútgefendum og Samkeppniseftirlitinu.

Lesa meira

Tengt efni