Laus störf

Starfsmenn í stoðþjónustu

Samkeppniseftirlitið leitar að tveimur hæfum einstaklingum í nýtt stoðþjónustuteymi. Markmið eftirlitsins er að byggja upp teymi fólks sem mun vinna að fjölbreyttum verkefnum við vinnslu rannsókna, miðlun upplýsinga og kynningarefnis, ásamt því að sinna ýmis konar þjónustu við aðra starfsmenn. Leitað er eftir jákvæðum, opnum og lausnamiðuðum einstaklingum sem eiga auðvelt með að vinna í teymi auk þess að geta unnið sjálfstætt. Í starfinu reynir á yfirsýn, nákvæm og öguð vinnubrögð, frumkvæði og samstarfshæfileika.

Helstu verkefni og ábyrgð
Leitað er að hæfum einstaklingum sem búa e.a. yfir reynslu sem nýtist til að sinna einhverju af eftirtöldum verkefnum:
1. Þátttöku í gagnaöflun við rannsókn mála, samskiptum við hagsmunaaðila, frágangi ákvarðana og annarri aðstoð við sérfræðinga við meðferð mála.
2. Miðlun upplýsinga, kynningarefnis og frétta á heimasíðu og samfélagsmiðlum, samskiptum við fréttamiðla og haghafa og öðrum verkefnum sem varða gagnsæi og upplýsingastefnu Samkeppniseftirlitsins.
3. Þátttöku í mótun og viðhaldi á upplýsingatækni Samkeppniseftirlitsins og aðstoð við notendur.

Hæfnikröfur
Við mat á umsækjendum mun Samkeppniseftirlitið fyrst og fremst horfa til hæfileika og reynslu til þátttöku í einhverjum framangreindra verkefna.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn óskast fyllt út á www.starfatorg.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu hennar.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Samkeppniseftirlitið er í miklum samskiptum við atvinnufyrirtæki, tekur við kvörtunum og ábendingum. Þá reiðir Samkeppniseftirlitið sig á upplýsingagjöf frá fyrirtækjum og er þess vegna í samskiptum við fjölda fyrirtækja á þeim mörkuðum sem rannsóknir lúta að. Stofnunin hefur eftirlit með samkeppnislögum og hefur það að markmiði að efla virka samkeppni í viðskiptum og vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri.

Æskilegt að umskækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.05.2019

Nánari upplýsingar veitir
Karítas Margrét Jónsdóttir - karitas@samkeppni.is - 585-0700


Smelltu hér til að sækja um starfiðSamkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Samkeppniseftirlitið byggir afl sitt og getu fyrst og fremst á mannauði, þ.e. hæfu og reyndu starfsfólki og jafnframt aðgangi að hæfustu sérfræðingum á sínu sviði, t.d. með góðum tengslum við háskóla- og fræðasamfélagið. Mikil áhersla er lögð á að Samkeppniseftirlitið sé í aðstöðu til að laða að sér og halda í gott starfsfólk. Hjá Samkeppniseftirlitinu starfa lögfræðingar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar og annað sérfræðimenntað starfsfólk.

Laus störf eru alltaf auglýst hér á vefsíðu eftirlitsins, Starfatorgi og hjá viðkomandi ráðningastofu. Einnig eru sendir út póstar á Facebook og Twitter síður eftirlitsins