Laus störf

LAUS-STORFSamkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Samkeppniseftirlitið byggir afl sitt og getu fyrst og fremst á mannauði, þ.e. hæfu og reyndu starfsfólki og jafnframt aðgangi að hæfustu sérfræðingum á sínu sviði, t.d. með góðum tengslum við háskóla- og fræðasamfélagið. Mikil áhersla er lögð á að Samkeppniseftirlitið sé í aðstöðu til að laða að sér og halda í gott starfsfólk. Hjá Samkeppniseftirlitinu starfa lögfræðingar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar og annað sérfræðimenntað starfsfólk.

Laus störf eru alltaf auglýst hér á vefsíðu eftirlitsins, Starfatorgi og hjá viðkomandi ráðningastofu. Einnig eru sendir út póstar á Facebook síðu eftirlitsins.