Skipulag

Skipulag Samkeppniseftirlitsins er sniðið að árangurs- og verkefnastjórnun. Miðar skipulagið almennt að því að góð yfirsýn sé bæði yfir tiltekna kjarnamarkaði sem og meginverkefni, að fyrirliggjandi þekking og reynsla nýtist á hverjum tíma í þau verkefni sem vinna þarf og að Samkeppniseftirlitið og einstakar einingar þess vinni einnig saman sem ein heild.

Á árinu 2018 gerði Samkeppniseftirlitið breytingar á skipulagi sínu. Miðuðu þær breytingar einkum að því að:

  • Skýra betur verkaskiptingu og hlutverk starfsmanna og færa að þeirri þróun sem orðið hefur.
  • Styrkja hagfræðilega nálgun í starfi SE.
  • Bæta verklag við meðferð mála.
  • Bæta forgangsröðun.
  • Styrkja samskipti og samstarf við aðrar stofnanir. 

Skipulag-SEStarfaskipan