Hópundanþágur

Samningar og ákvarðanir sem brjóta í bága við 1. málsgrien (mgr.) 53. grein (gr.) EES-samningsins eru sjálfkrafa ógildir, saman ber (sbr.) 2. mgr. greinarinnar. Á grundvelli 3. mgr. 53. gr. kemur hins vegar til greina að veita svokallaðar hópundanþágur, en um er að ræða almennar undanþágur frá bannákvæði 1. mgr. 53. gr. Undanþágurnar eru veittar á grundvelli sérstakra reglugerða og er þeim samningum sem uppfylla skilyrði viðkomandi reglugerðar veitt undanþága. Með tilkomu undanþáganna geta fyrirtæki metið sjálf hvort að samningar þeirra brjóti í bága við 1. mgr. 53. gr. eða uppfylli skilyrði 3. mgr. sömu greinar og njóti því undanþágu. Tenglar fyrir þessar reglur um hópundanþágur er að finna hér (hlekkir opnast í nýjum glugga).

Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða um hópundanþágur vegna lárétta samninga um samvinnu

Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða vegna lárétta samninga á sviði flutninga

Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða um hópundanþágur vegna samninga á sviði vátrygginga

Reglugerðir um innleiðingu EB-reglugerða um hópundanþágur vegna vegna lóðrétta samninga

Aðrar reglugerðir

Hópundanþágur sem ekki eru lengur í gildi eru að finna í reglugerðarsafni.