Norrænt samstarf

Samkeppnisyfirvöld Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Færeyja og Grænlands hafa reglubundið samstarf sín á milli.

Á reglulegum fundum hinna norrænu samkeppnisyfirvalda er fjallað um samkeppnismál á almennum grundvelli, breytingar á lögum og reglum og einstök mál, ákvarðanir og dóma, sem hafa almenna skírskotun. Þá er ennfremur fjallað um rekstur samkeppniseftirlitanna, málshraða og árangur.

Vinnuhópar eru starfandi á tilteknum sviðum auk þess sem árlega hefur verið unnið að sértækum verkefnum í vinnuhópum sem hafa birt niðurstöður vinnu sinnar í skýrslum sem norrænu samkeppnisyfirvöldin gefa út. Dæmi um slíkar skýrslur eru skýrsla um Samkeppni og efnahagskreppur  (2009) , skýrsla um samkeppnisstefnu og vistvænan hagvöxt (2010)  og skýrsla um framtíðarsýn og samkeppni - samkeppnisstefnu fram til 2020 (2013) .

Untitled-design-2023-06-28T104806.564_1687949314740

Þá er í gildi samstarfssamingur milli Danmerkur, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um samstarf í samkeppnismálum.  Upphaflegi samningurinn milli Danmerkur, Íslands og Noregs var undirritaður 2001 en viðaukasamningur þar sem Svíþjóð bættist m.a. við var undirritaður 2003. 

Norrænu eftirlitin undirrituðu síðan nýjan samning 2017 og er hann einnig aðgengilegur á íslensku.