Evrópskt samstarf

Samkeppniseftirlitið tekur annars vegar þátt í samstarfi á grundvelli EES samningsins og hins vegar í samstarfi evrópskra samkeppnisyfirvalda

Samstarf á grundvelli EES samningsins

Fundir í ráðgjafanefndum ESB um samkeppnismál og samruna eru haldnir á vegum framkvæmdastjórnar ESB (EU Competition Advisory Committee / EU Mergers Advisory Committee) og hefur Samkeppniseftirlitið áheyrnarfulltrúa þar. Samskonar fundir eru haldnir í ráðgjafanefndum ESA og hefur Samkeppniseftirlitið fulla aðild á þeim fundum.

Samkeppniseftirlitið tekur þátt í samstarfi á vegum European Competition Network (ECN), en í því felst samstarf samkeppnisyfirvalda aðildarríkja ESB, EFTA, ESA og framkvæmdastjórnarinnar. Markmið þess samstarfs er að fara yfir einstök samkeppnismál sem til umfjöllunar eru hverju sinni hjá samkeppnisyfirvöldum ESB auk almennrar stefnumótunar á sviði samkeppnismála.  Í því skyni hafa verið settir á laggirnar allmargir vinnuhópar sem fjalla um einstök svið samkeppnismála. Má þar t.d. nefna vinnuhóp um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, vinnuhóp um samrunamál, vinnuhóp um orkumál auk vinnuhóps um fjarskiptamarkað.

Samkeppniseftirlitið tekur þátt í fundum í vinnuhópi EFTA um samkeppnismál. Sá hópur tekur til skoðunar alla nýja löggjöf ESB um samkeppnismál og metur hvort hún verði hluti af EES-samningnum eða ekki og þá hvort aðlaga þurfi nýja löggjöf að EES samningnum (http://www.efta.int/).

Forstjórar samkeppniseftirlita eru boðaðir til fundar einu sinni á ári af framkvæmdastjórn ESB. Samkeppniseftirlitið hefur sótt þessa fundi.

Samstarf samkeppnisyfirvalda ESB og EFTA (European Competition Authorities)

Um er að ræða óformlegt samstarf þar sem m.a. er farið yfir framkvæmd samkeppnisreglna og stefnumótun. Til að skoða einstaka samkeppnismarkaði eða einstök álitaefni hafa verið stofnaðir vinnuhópar,  en innan þess samstarfs eru starfandi vinnuhópar um samkeppnismál s.s. samrunavinnuhópur, vinnuhópur um orkumál, vinnuhópur um fjölmiðla, vinnuhópur um sakaruppgjöf o.fl.

Heimasíða ECA