Sjálfstæð stofnun

Í sameiginlegri yfirlýsingu viðskiptaráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál er fjallað um hlutverk beggja við framkvæmd og mótun samkeppnislaga og samskipti milli stofnunarinnar og ráðuneytisins fest í sessi.

Samkeppniseftirlitið er A-hluta stofnun og er rekstur hennar greiddur af ríkissjóði.

Stjórn Samkeppniseftirlitsins

Með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins fer þriggja manna stjórn sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Þrír varamenn eru skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann stjórnar og ákveður þóknun stjórnarmanna.

Hlutverk stjórnar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Samkeppniseftirlitsins. Meiri háttar efnislegar ákvarðanir eru bornar undir stjórn til samþykktar eða synjunar. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur, nr. 1226/2020 þar sem m.a. er kveðið á um hvað teljist til meiri háttar ákvarðana.

Stjórn Samkeppniseftirlitsins er þannig skipuð frá 1.09.2017:

Sveinn Agnarsson, formaður stjórnar
Hafsteinn Þór Hauksson 
Katrín Helga Hallgrímsdóttir

Varamenn í stjórn Samkeppniseftirlitsins eru þessir:

Heimir Skarphéðinsson
Helga Reynisdóttir

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins er ráðinn af stjórn stofnunarinnar. Forstjóri annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Stjórn stofnunarinnar ákveður starfskjör forstjóra og setur honum starfslýsingu. Forstjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins er Páll Gunnar Pálsson.
Aðstoðarforstjóri er Ásgeir Einarsson.