Jafnréttisstefna Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið hefur markað sér stefnu í jafnréttismálum, í því augnamiði að tryggja jafnræði kvenna og karla í starfsemi og rekstri stofnunarinnar og stuðla að því að allir starfsmenn njóti virðingar innan stofnunarinnar og fái notið sín í starfi án tillits til kynferðis í samræmi við ákvæði og markmið jafnréttislaga.

Í jafnréttisáætlun Samkeppniseftirlitsins er kveðið á um að jafnræðis skuli gætt við mannaráðningar, í ákvörðunum um laun og einnig að tekið skuli tillit til fjölskyldu- og einkalífs starfsmanna m.a. með sveigjanlegum vinnutíma. Jafnframt því að unnið skuli að kynjasamþættingu í allri stefnumótun Samkeppniseftirlitsins.

Skýrlega kemur fram í jafnréttisáætlun Samkeppniseftirlitsins að hvorki kynbundin áreitni né kynferðisleg áreitni verði liðin innan stofnunarinnar, sjá nánar í Jafnréttisáætlun Samkeppniseftirlitsins.