Forgangsröðun verkefna

Samkeppniseftirlitinu er heimilt að raða verkefnum sínum í forgangsröð eftir alvarleika og mikilvægi mála. Lagt er mat á þau erindi sem berast og hvort þau gefi næga ástæðu til frekari rannsókna og þeim raðað niður í forgangsröð. Í ljósi fjölda þeirra erinda sem berast Samkeppniseftirlitinu er brýnt og eðlilegt að stofnunin geti forgangsraðað verkefnum svo störf hennar verði markvissari og hnitmiðuð. Þeir sem beina erindum til eftirlitsins eiga því ekki sjálfkrafa rétt á því að mál þeirra verði tekin til meðferðar eða að þeir eigi aðild að slíku máli. Í forgangsröðun verkefna getur falist að mál sé tekið umsvifalaust til skoðunar eða jafnvel sett í bið.