Hagfræðinemar athugið!
Ritgerðarsamkeppni Samkeppniseftirlitsins
Skilafrestur ritgerða miðast við 31. september 2021
Samkeppniseftirlitið hyggst í nóvember 2021 veita verðlaun fyrir ritgerðir til lokaprófs í hagfræði sem tengjast starfsemi og verkefnum stofnunarinnar.
Verðlaun að upphæð 300 þúsund krónur verða veitt fyrir bestu MS/MA-ritgerðina og verðlaun að upphæð 150 þúsund krónur fyrir bestu BS/BA-ritgerðina.
Dæmi um verkefni sem gæti fallið hér undir er umfjöllun um virkni markaða, áhrif regluverks á samkeppni, áhrif ákvarðana Samkeppniseftirlitsins á samkeppni, fræðileg umfjöllun sem lýsi hegðun fyrirtækja á markaði eða áhrif neytenda á hegðun fyrirtækja. Annað efni sem varðar tengsl hagfræði og samkeppniseftirlits kemur ennig til álita.
Dómnefnd skipa
Birgir Þór Runólfsson
Dósent við Háskóla Íslands
Katrín Ólafsdóttir
Lektor við Háskólann í Reykjavík
Valur Þráinsson
Aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins
Ritgerðir ásamt einkunnum og einkunn fyrir ritgerðina sendist á netfangið samkeppni@samkeppni.is eða á vef okkar samkeppni.is