Samkeppniseftirlitið annast framkvæmd samkeppnislaga

UM-SAMKEPPNISEFTIRLITID-1-Markmið samkeppnislaga er að efla virka samkeppni í viðskiptum. Samkeppniseftirlitinu ber að ná markmiðum samkeppnislaga með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.

Hlutverk Samkeppniseftirlitsins felur m.a. eftirfarandi í sér:

  • að framfylgja boðum og bönnum samkeppnislaga og eftir atvikum 53. og 54. gr. EES-samningsins (samningur um evrópskt efnahagssvæði) og leyfa undanþágur skv. samkeppnislögum
  • að ákveða aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja
  • að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum
  • að fylgjast með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi og kanna stjórnunar- og eignatengsl milli fyrirtækja

Eftirlit Samkeppniseftirlitsins tekur til hvers konar atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum.

Samkeppniseftirlitið tók til starfa 1. júlí 2005, en þá tóku gildi ný samkeppnislög, nr. 44/2005. Með sömu lögum voru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð lögð niður.

Fyrir gildistöku laga nr. 44/2005 fóru samkeppnisyfirvöld einnig með eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Neytendastofa fer nú með þau verkefni, sbr. lög nr. 57/2005, um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.

Samkeppniseftirlitið til fyrirmyndar

Samkeppniseftirlitið leggur metnað sinn í að vera fyrirmyndarstofnun og hefur sem slík hlotið ýmsar viðurkenningar bæði hérlendis og erlendis.  Hvort sem litið er til stefnu, málsvarahlutverk, starfsemi eða mannauðs þá hefur stofnunin ávallt haft það að leiðarljósi að vera í framlínu ríkisstofnana og fylgt þeirri hugmyndafræði að alltaf sé hægt að gera betur.  Stofnunin er stolt af árangri sínum og mun áfram vera fylgin sér í því að leita leiða til að viðhalda ímynd sinni sem fyrirmyndarstofnun og helsti málsvari heilbrigðrar samkeppni hér á landi.


  • Mannaudshugsandi-vinnustadur-4
  • Jafnlaunavottun_adalmerki_2021_2024_f_ljosan_grunn
  • StofnunArsins_Merki-2020_Fyrirmyndar_1701257231150