Laus störf

LAUS-STORFSamkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Samkeppniseftirlitið byggir afl sitt og getu fyrst og fremst á mannauði, þ.e. hæfu og reyndu starfsfólki og jafnframt aðgangi að hæfustu sérfræðingum á sínu sviði, t.d. með góðum tengslum við háskóla- og fræðasamfélagið. Mikil áhersla er lögð á að Samkeppniseftirlitið sé í aðstöðu til að laða að sér og halda í gott starfsfólk. Hjá Samkeppniseftirlitinu starfa lögfræðingar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar og annað sérfræðimenntað starfsfólk.

Laus störf eru alltaf auglýst hér á vefsíðu eftirlitsins, Starfatorgi og hjá viðkomandi ráðningastofu. Einnig eru sendir út póstar á Facebook síðu eftirlitsins.     


Ert þú sérfræðingur í upplýsingatækni og öryggismálum – með áhuga á gagnagreiningu og nýsköpun?

Samkeppniseftirlitið óskar eftir metnaðarfullum sérfræðingi á sviði upplýsingatækni og öryggismála. Við leitum að einstaklingi sem vill taka þátt í að tryggja öflugt tæknilegt umhverfi stofnunarinnar, styðja við húsleitarmál og stafrænar rannsóknir með tæknilausnum og aðkomu að gagnavinnslu og greiningu. Hæfni í gagnavísindum, forritun eða gervigreind getur skapað tækifæri til að móta starfið enn frekar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirfylgni með upplýsingakerfum og innviðum Samkeppniseftirlitsins
  • Net- og gagnaöryggi, þar á meðal innleiðing öryggisstaðla og viðbragðsáætlana
  • Tæknileg aðstoð við húsleitir, stafrænar rannsóknir og gagnaöflun
  • Þáttaka í þróun og viðhaldi gagnagrunna og gagnainnviða
  • Stuðningur við sérfræðinga í gagnagreiningum og vinnslu gagna
  • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu starfi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, upplýsingatækni, verkfræði eða skyldu sviði
  • Reynsla af stjórnun kerfa og gagnagrunna
  • Þekking á net- og gagnaöryggi, m.a. með hliðsjón af alþjóðlegum öryggisstöðlum
  • Færni í að þróa og nýta tæknilausnir við úrvinnslu og greiningu gagna
  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af gagnagreiningu eða forritun (SQL, Python, R)
  • Skipulögð, lausnamiðuð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Góð samskiptahæfni og færni til að starfa þvert á fagsvið
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2025. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Karítas Margrét Jónsdóttir, rekstrarstjóri (karitas@samkeppni.is) í síma 585-0700.

Sótt er rafrænt um starfið á starfatorg.is . Starfshlutfall er 100%. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu hennar, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019. Við ráðningar hjá Samkeppniseftirlitinu er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun stofnunarinnar.