Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Gildissvið samkeppnislaga gagnvart reglugerðum um greiðsluhlutdeild sjúklinga

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 11/1994
 • Dagsetning: 2/6/1994
 • Fyrirtæki:
  • Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
 • Atvinnuvegir:
  • Heilbrigðis- og félagsmál
  • Almannatryggingar
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Erindi bárust frá nokkrum aðilum sem töldu að reglugerðir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um greiðsluhlutdeild sjúklinga brytu í bága við samkeppnislög. Ráðuneytið taldi að vísa bæri erindunum frá þar eð þau féllu ekki undir gildissvið samkeppnislaga. Af þeim sökum myndi ráðuneytið ekki tjá sig um erindin efnislega. Samkeppnisráð taldi nauðsynlegt vegna afstöðu ráðuneytisins að taka ákvörðun um hvort heilbrigðisþjónusta og rekstur sjúkrahúsa félli undir gildissvið samkeppnislaga. Af hálfu ráðuneytisins var því haldið fram að skýring 1. mgr. 2. gr. samkeppnislaga réðust af greinargerð með henni í frumvarpi að lögunum, þannig að merking hennar væri í raun mun þrengri en orð hennar segðu til um. Ekki var á þetta fallist af samkeppnisráði. Orðalag greinargerðarinnar yrði að víkja að því leyti sem það samrýmdist ekki skýru og afdráttarlausu orðalagi lagagreinarinnar og vilja löggjafans.

  Með vísan til framanritaðs gerði samkeppnisráð þá kröfu að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gæfi efnislega umsögn um ofangreind erindi þannig að unnt yrði að taka tillit til sem flestra sjónarmiða við úrlausn þeirra.