Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Félags íslenskra heimilislækna vegna meintra brota Tryggingastofnunar ríkisins á samkeppnislögum

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/2000
  • Dagsetning: 27/1/2000
  • Fyrirtæki:
    • Félag íslenskra heimilislækna
    • Tryggingastofnun ríkisins
  • Atvinnuvegir:
    • Heilbrigðis- og félagsmál
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Félag íslenskra heimilislækna kvartaði yfir samningum sem Tryggingastofnun ríkisins (TR) gerði við Læknafélag Reykjavíkur f.h. ýmissa hópa sérfræðilækna sem að mati kvartenda takmörkuðu aðgang nýrra lækna að markaðnum. Heimilislæknar, sem flestir væru sérfræðimenntaðir, væru undanskildir umræddum samningum TR við aðra sérfræðinga. Það var niðurstaða samkeppnisráðs að vegna m.a. tvískiptingar heilbrigðisþjónustu í grunnheilbrigðisþjónustu, sem m.a. heimilislæknar sinna, og sérfræðiþjónustu, sem m.a. sjálfstætt starfandi sérfræðingar inna af hendi, væru þessir aðilar ekki á sama samkeppnismarkaði í skilningi samkeppnislaga. Starfsmenn heilsugæslustöðva væru launþegar hins opinbera á meðan aðrir sérfræðilæknar væru sjálfstætt starfandi. Af þessum sökum m.a. var ekki talin þörf á að hafast frekar að í málinu.

    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðunina í úrskurði í máli nr. 6/2000. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í máli nr. E-6594/2000.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir