Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi Apótekarafélags Íslands um fjárhagslegan aðskilnað sjúkrahússapóteka -sjúkrahússapótek Landspítala-

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/1996
 • Dagsetning: 16/2/1996
 • Fyrirtæki:
  • Apótekarafélag Íslands
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Samkeppnisráð mælti fyrir um að fjárhagslegur aðskilnaður færi fram milli sjúkrahússapóteks Landspítalans og annars reksturs spítalans með eftirfarandi hætti eigi síðar en 1. júlí 1996:

  „1. Starfsemi sjúkrahússapóteks verði í sérstakri einingu innan sjúkrahússins. Reikningshald apóteks skal vera sjálfstætt og reikningsskil gerð í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga. Reikningsskil sjúkrahússapóteks skulu liggja fyrir opinberlega með sambærilegum hætti og almennt gerist.

  2. Þegar fjárhagslegur aðskilnaður á sér stað skal gera stofnefnahagsreikning. Þær eignir sem sjúkrahúsið leggur apótekinu til skulu yfirfærðar á markaðsverði ef þess er kostur, annars á endurkaupsverði að frádregnum hæfilegum afskriftum.

  3. Skuldir sjúkrahússapóteks við Landspítala skulu bera markaðsvexti en óheimilt er að apótek skuldi sjúkrahúsinu annað en lán vegna yfirtöku eigna í upphafi svo og lán vegna eðlilegra viðskipta.

  4. Ef sjúkrahússapótek nýtir sér yfirstjórn, stoðdeildir, fasteignir, tölvuvinnslu eða annað sameiginlega með sjúkrahúsinu skal greiða fyrir það eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða. Ef markaðsverð liggur ekki fyrir skal miða við kostnaðarverð að viðbættri hæfilegri álagningu.“