Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun yfir starfsemi Útfararstofu Kirkjugarðanna

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 32/1996
 • Dagsetning: 19/9/1996
 • Fyrirtæki:
  • Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  „Með vísan til 2. mgr. 14. gr. og 17. gr. laga nr. 8/1993 mælir Samkeppnisráð fyrir um að aðskilnaður milli rekstrar Útfararstofu Kirkjugarðanna og starfsemi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma skuli fara fram með eftirfarandi hætti eigi síðar en 1. janúar 1997:

  1. Útfararstofa Kirkjugarðanna skal færa árlega til gjalda og greiða markaðsvexti af stofnframlagi til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma samkvæmt mati löggilts endurskoðanda.

  2. Kirkjugarðsstjórn skal skipa sérstaka framkvæmdastjórn fyrir Útfararstofuna. Framkvæmdastjórnin ræður framkvæmdastjóra fyrir Útfararstofuna. Framkvæmdastjórn Útfararstofunnar skal ekki skipuð sömu mönnum og framkvæmdastjórn Kirkjugarðanna og sami maður skal ekki gegna starfi framkvæmdastjóra Útfararstofunnar og Kirkjugarðanna. Laun framkvæmdastjórnar og framkvæmdastjóra Útfararstofunnar skulu greidd af Útfararstofu Kirkjugarðanna.

  3. Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er ekki heimilt að greiða hugsanlegt rekstrartap Útfararstofunnar, eða leggja fram frekara stofnframlag til fyrirtækisins, meðan það er í samkeppnisrekstri.

  4. Öll viðskipti milli Útfararstofu Kirkjugarðanna og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma skulu vera eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða og skal greiða markaðsverð fyrir vörur og þjónustu sem annar aðilinn selur hinum.

  5. Útfararstofa Kirkjugarðanna skal breyta heiti sínu á þann veg að tengsl fyrirtækisins við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma séu ekki sjáanleg í nafni þess. Einnig verði tengsl í kynningar- og markaðsstarfi rofin.“

  Í úrskurði áfrýjunarnefndar nr. 14/1996 var ákvörðun að mestu staðfest. Málinu var skotið til dómstóla. Sjá dóm Hæstaréttar í máli nr. 156/1997 (9.10.1997)