Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Ísfells ehf. og Dímon Línu ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 02/2013
 • Dagsetning: 21/2/2013
 • Fyrirtæki:
  • Ísfell ehf.
  • Dímon Lína ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um samruna Ísfells ehf. (Ísfell) og Dímon Línu ehf. (Dímon Lína) þann 1. febrúar 2013. Um er að ræða kaup Ísfells á rekstri, umboði, viðskiptasamböndum og lausafjármunum Dímon Línu. Ísfell er fyrirtæki sem starfar á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum, björgunarvörum og ýmsum rekstrarvörum og hefur aðallega stundað sölu á veiðarfærum til netabáta og smærri línubáta. Dímon Lína starfar einnig á sviði veiðarfæraþjónustu og þá sérstaklega sölu veiðarfæra til stærri línubáta og tengda þjónustu. Með samrunanum verður til öflugra fyrirtæki á heildarmarkaðnum fyrir sölu á veiðarfærum til íslenskra útgerða. Með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að viðkomandi samruni leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Það var því mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar vegna kaupa Ísfells á rekstri Dímon Línu á grundvelli samkeppnislaga nr. 44/2005.