Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Virðingar hf. og Auðar Capital hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 36/2013
 • Dagsetning: 23/12/2013
 • Fyrirtæki:
  • Virðing hf.
  • Auður Capital hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
  • Fjárfestingabankastarfsemi
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Þann 22. nóvember 2013 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku Virðingar hf. á félaginu Auði Capital hf. Virðing er verðbréfafyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við fagfjárfesta og stofnanafjárfesta. Auður Capital er verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Hafa bæði félögin starfsleyfi sem verðbréfafyritæki og starfa undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Sameiginleg markaðshlutdeild félaganna á þeim mörkuðum þar sem áhrifa samrunans gætir er ekki það há að hún veiti vísbendingar um að samruninn hindri virka samkeppni. Þá starfar nokkur fjöldi fyrirtækja á sömu mörkuðum auk þess sem markaðshlutdeild og fjárhagslegur styrkleiki viðskiptabankanna Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans er töluverður. Var það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væri ástæða til að aðhafast vegna samrunans.