Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Strahan II ehf. á rekstri og rekstrareignum Póstmiðstöðvarinnar ehf. ásamt öllu hlutafé í Póstþjónustunni ehf. og Póstdreifingu ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 09/2014
  • Dagsetning: 1/4/2014
  • Fyrirtæki:
    • Póstdreifing ehf
    • Póstmiðstöðin ehf.
    • Strahan II ehf.
    • Póstþjónustan ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Strahan II ehf., sem er nýstofnað eignarhaldsfélag, á rekstri og rekstrareignum Póstmiðstöðvarinnar ehf. ásamt öllu hlutafé í Póstþjónustunni ehf. og Póstdreifingu ehf. Póstmiðstöðin annast m.a. útkeyrslu á vörum og sendingum á höfuðborgarsvæðinu og flutningum með blöð og tímarit ásamt plastpökkun og áritun að beiðni viðskiptavina. Póstdreifing sér um póstmiðlun og dreifingu á blöðum og tímaritum og dreifir t.d. Fréttablaðinu sex daga vikunnar til heimila á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Samhliða kaupunum hefur Strahan II gert samning um einkarétt á dreifingu Fréttablaðsins til loka ársins 2021.

    Að undangenginni athugun og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa skaðleg áhrif á samkeppni hér á landi. Hefur samruninn þær afleiðingar að rjúfa bein eignartengsl á milli útgáfu og dreifingar Fréttablaðsins. Í reynd felur hinn framangreindi dreifingarsamningur að öðru leyti í sér óbreytt fyrirkomulag hvað varðar dreifingu Fréttablaðsins til næstu átta ára frá því sem áður hefur verið. Er það þó mat Samkeppniseftirlitsins að til framtíðar litið kunni samruninn að hafa jákvæð áhrif á markað fyrir dreifingu dagblaða og mögulega aðra tengda markaði. Því er ekki ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.