Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Reita fasteignafélags hf. á tíu fasteignafélögunum í rekstri Stefnis hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 7/2016
 • Dagsetning: 25/2/2016
 • Fyrirtæki:
  • Reitir
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Fasteignasala
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Reita fasteignafélags hf. á tíu fasteignafélögum í rekstri Stefnis hf. Um er að ræða láréttan samruna og í kjölfar hans hefur Reitir um 450.000 fermetra atvinnuhúsnæðis í eignasafni sínu. Fyrirtækið er stærsti aðilinn á markaðnum fyrir útleigu á atvinnuhúsnæði til ótengdra aðila. Helstu eignir félagsins eru Kringlan, Kauphallarhúsið, Höfðabakki 9, Holtagarðar ásamt fjölmörgum verðmætum fasteignum í miðbæ Reykjavíkur. Með umræddum viðskiptum fjárfestir félagið í níu fasteignum í Reykjavík ásamt húsnæði Icelandair hotels á Akureyri, samtals um 37.500 fermetrar atvinnuhúsnæðis.

  Samruninn er framhald á þeirri þróun sem hefur átt sér stað undangengin ár, þ.e. að þrjú stærstu fasteignafélögin fjárfesta í minni fasteignafélögum. Frekari samþjöppun á þessum markaði er líklegt til að verða samkeppnisyfirvöldum tilefni til ítarlegri rannsóknar, verði áframhald á yfirtökum stóru fasteignafélaganna þriggja á minni fasteignafélögum.

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.