Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Eikar fasteignafélags hf. á Radisson Blu 1919 Hotel

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 13/2016
 • Dagsetning: 27/4/2016
 • Fyrirtæki:
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Radison Blue 1919 Hotel
 • Atvinnuvegir:
  • Byggingarþjónusta
  • Ferðaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Eikar fasteignafélags hf. á Radison Blu 1919 Hotel. Í viðskiptunum felst að umsvifamikið fasteignafélag fjárfestir í hótelrekstri, Eik hefur hingað til einungis fjárfest í fasteignum og leigt til þriðja aðila. Með þessum viðskiptum kemur félagið til með að hafa yfirráð yfir rekstri hótelsins í skilningi samkeppnislaga, því má líta á samrunann sem lóðrétta samþættingu. Eik er eitt af þremur stóru fasteignafélögunum á markaði fyrir útleigu á atvinnuhúsnæði til ótengdra aðila, stærstu eignir þess eru Smáratorg 3 í Kópavogi og Borgartún 26 auk þess á fyrirtækið dreift safn af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. 

  Samruninn er framhald á þeirri þróun sem hefur átt sér stað undangengin ár, þ.e. að þrjú stærstu fasteignafélögin fjárfesta í minni fasteignafélögum. Frekari samþjöppun á þessum markaði er líkleg til að verða samkeppnisyfirvöldum tilefni til ítarlegri rannsóknar, verði áframhald á yfirtökum stóru fasteignafélaganna þriggja á minni fasteignafélögum. 

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.