Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. á Kolefni ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 21/2017
 • Dagsetning: 23/10/2017
 • Fyrirtæki:
  • Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf.
  • Kolefni ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. á Kolefni ehf. Ölgerðin er aldargamalt fyrirtæki sem framleiðir, flytur inn, dreifir og selur ýmis konar mat- og drykkjarvöru á heildsölustigi. Kolefni er eignarhaldsfélag sem hefur þann eina tilgang að eiga fasteigna að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. Þessi fasteign hýsir höfuðstöðvar Ölgerðarinnar. Frá byggingu fasteignarinnar hefur Ölgerðin leigt fasteigna af félaginu og verður því í reynd engin breyting á starfsemi Ölgerðarinnar við þessi viðskipti.

  Að undangenginn rannsókn er það því niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 þar sem markaðsráðandi staða er ekki að verða til eða slík staða að styrkjast þá er samkeppni ekki að raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti.