Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Yfirfærsla á öllu hlutafé Dælunnar ehf. til Ports I ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 16/2019
 • Dagsetning: 23/5/2019
 • Fyrirtæki:
  • Dælan ehf.
  • Port I ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Olíuvörur og gas
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar yfirfærslu á öllu hlutafé Dælunnar ehf. til Ports I ehf. Dælan ehf. er einkahlutafélag, stofnað árið 2018 í tengslum við kaup Einis ehf. á vörumerkinu „Dælan“, 5 eldneytisstöðvum af Festi hf., sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, tilteknu lausafé og samningum m.a. um olíudreifingu og kaup á eldsneyti. Port I ehf. er eignarhaldsfélag, stofnað árið 2018, sem fjárfestir í öðrum félögum sem hafa rekstur með höndum. Eigandi Ports I er Barone I ehf. sem jafnframt á fyrirtækið Löður ehf. sem sérhæfir sig í bílaþvotti.

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.