Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Samkaupa hf. á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar svf. á Hólmavík

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/2020
  • Dagsetning: 4/3/2020
  • Fyrirtæki:
    • Samkaup hf.
    • Kaupfélag Steingrímsfjarðar svf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Kaup Samkaupa hf. á rekstri dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar svf. á Hólmavík

    Með samrunaskrá, dags. 18. febrúar 2020, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Samkaupa hf. (hér eftir Samkaup) á rekstri, innréttingum, tækjum og vörubirgðum dagvöruverslunar Kaupfélags Steingrímsfjarðar svf. á Hólmavík (hér eftir KSH). Samkaup starfar á dagvörumarkaði og rekur verslanir um land allt undir vörumerkjunum Nettó, Krambúð, Kjörbúðin, Samkaup Strax, Seljakjör og Iceland. KSH rekur hina seldu dagvöruverslun auk þess sem félagið rekur byggingarvörudeild undir nafninu Pakkhúsið á Hólmavík.

    Að mati eftirlitsins felur framangreindur gerningur í sér samruna sem er tilkynningarskyldur í skilningi 17. gr. a. samkeppnislaga nr. 44/2005. Meðfylgjandi tilkynningunni var samrunaskrá í samræmi við 17. gr. a. samkeppnislaga og viðauka I við reglur nr. 684/2008 um tilkynningu samruna og málsmeðferð í samrunamálum, með síðari breytingum. Eftirlitið mat þá skrá fullnægjandi í samræmi við ákvæði samkeppnislaga og reglur eftirlitsins um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum.

    Samrunaaðilar settu fram rökstudda ósk um undanþágu, skv. 4. mgr. 17. gr. a. samkeppnislaga, frá banni við framkvæmd samrunans. Samkeppniseftirlitið tók þá beiðni til skoðunar og taldi skilyrði til slíkrar undanþágu uppfyllt.