Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 5/2021
 • Dagsetning: 1/3/2021
 • Fyrirtæki:
  • Kvika banki hf.
  • TM hf.
  • Lykill fjármögnun hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
  • Vátryggingastarfsemi
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkvæmt samrunaskrá er aðalstarfsemi samstæðu Kviku banka hf. einkum eigna- og sjóðastýring, markaðsviðskipti, fyrirtækjaráðgjöf, bankaþjónusta og lánastarfsemi. Þá segir að aðalstarfsemi TM felist í skaðatryggingarekstri og fjármálarekstri, svo og líftryggingarekstri í gegnum dótturfélag sitt, TM líftryggingar hf. Þar segir einnig að Lykill sé lánafyrirtæki sem stundi eignatryggða fjármögnun og fjármagni bíla-, véla og tækjakaup fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði þar af ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.